Facebook
From Paltry Iguana, 3 Years ago, written in Plain Text.
Embed
Download Paste or View Raw
Hits: 78
  1. Í seinni hluta 5. umferðar Vodafone deildarinnar í League of legends voru spilaðar fjórar viðureignir. Dusty Academy þurfti að sigra leiki sína til að halda toppsætinu föstum tökum en ljóst varð að deildin er óútreiknanleg þegar Make It Quick og Pongu völtuðu bæði yfir Dusty Academy. Make It Quick létu það þó ekki duga og rústuðu einnig leik sínum gegn VITA. XY Esports tókst svo að finna sigur gegn liði KR LoL.
  2.  
  3. Make It Quick vs. Dusty Academy
  4. Í fyrsta leik kvöldsins mættust Make It Quick og Dusty Academy. Eins og oft áður var Dusty með skrítna samsetningu í liðinu sínu en Sejuani og Lee Sin prýddu meðal annars lið Dusty Academy. MIQ-menn áttu góða byrjun á botninum og toppnum á kortinu en Dusty-menn voru ekki af baki dottnir. Sósa, jungler Dusty Academy spilaði vel úr aðstæðum og náði að ferðast vel um kortið til að hjálpa liðsfélögum sínum. Eldur, jungler Make It Quick náði Einnig mörgum góðum spilum og hélt forystu Make It Quick á lofti. Á tólftu mínútu voru Make It Quick með þrjúþúsund gulla forskot á Dusty Academy. Skaufur, bot-spilari Make It Quick spilaði afar vel á Swain og var með 9 kills á fimmtándu mínútu. Make It Quick unnu slag eftir slag og á 22. mínútu tóku þeir Baróninn með sjöþúsund gulla forystu. Eftir slag sem tók snöggan enda völsuðu Make It Quick-menn í base Dusty Academy og kláruðu leikinn.
  5.  
  6. Make It Quick vs. VITA
  7. Í öðrum leik kvöldsins mættust Make It Quick og VITA. Liðin skiptust á kills snemma í leiknum en Make It Quick tóku forystuna snemma á botninum, þar sem Skaufur fékk 6 kills á aðeins 9 mínútum. Áfram héldu Make It Quick-menn að spila kortið vel og voru með fjögurþúsund gulla forystu á fjórtándu mínútu. Forystan minnkaði ekki neitt út leikinn og Make It Quick sýndu einstaklega mikla yfirburði í leiknum. Hægt og rólega tóku þeir yfir allt kortið og eftir nokkra vel spilaða slagi tóku þeir sigurinn.
  8.  
  9. Pongu vs. Dusty Academy
  10. Pongu og Dusty Academy mættust í þriðja leik kvöldsins. Á fyrstu mínútu var Sósa gripinn glóðvolgur í eigin jungle þegar Hafrar átti góðan snjóbolta á Nunu sem tryggði Pongu fyrsta kill leiksins. Enn og aftur gerðust Dusty Academy sekir um mikið kæruleysi snemma leiks og Sósa dó þrisvar sinnum á fjórum mínútum. Neellaja, jungle spilari Pongu var afar stór á Kindred en hann var kominn með 8 kills á jafnmörgum mínútum. Eftir algjöra yfirbuði Pongu tókst Dusty Academy að fella alla leikmenn Pongu eftir gráðugt spil þeirra á miðjunni. Pongu-menn komu aftur til að ná inhibitor en voru enn og aftur gripnir of framarlega og þeir töpuðu öðrum slag sem gaf Dusty Academy frían Barón. Pongu náðu þó að finna slag sem þeir unnu og allt leit út fyrir að þeir myndu klára leikinn. Þó endurtók sagan sig og Pongu tapaði enn einum slagnum í base Dusty-manna. Pongu fann enn einn slaginn sem þeir unnu en þó var það enn ekki nóg til að vinna. Síðasti slagur leiksins varð afdrifaríkur þar sem Hafrar fékk pentakill og loks tókst liði Pongu að sigra leikinn eftir fjórar tilraunir.
  11.  
  12. KR LoL vs. XY Esports
  13. Í síðustu viðureign umferðarinnar mættust lið KR LoL og XY Esports. Liðin skiptust á kills snemma í leiknum en XY Esports voru með smá forskot í gulli.  XY fengu fleiri kills en KR snemma, en gullmunurinn hélst lítill meðan liðin skiptust á að fella hvort annað. Á tuttugustu mínútu var gullmunurinn enn ekki nema þúsund gull þó svo að XY Esports væri með 18 kills og tvo dreka gegn 12 kills KR-manna. Þó náðu XY Esports að vinna slag á miðjunni og taka baróninn á 21. mínútu sem kom þeim á nokkuð þægilegan stað. Með barón í farteskinu herjuðu XY-menn á base KR-inga og sigruðu leikinn eftir tíðindalítinn leik.
  14.  
  15. Með sigri XY Esports gegn KR komust þeir í efsta sæti deildarinnar með 16 sem setti Dusty Academy í annað sæti, þar sem þeir eru jafnir Fylki með 14 stig. VITA fylgir þar á eftir með 10 stig en Excess Success sitja í fimmta sæti með 8 stig. Í neðstu þrem sætunum eru KR LoL, Make It Quick og Pongu með 6 stig hvert.
  16.